Söludeild: vinnufatnadur@skyrta.is

EINKENNIS- KLÆÐNAÐUR FYRIR FYRIRTÆKI

Við erum íslensk hönnunarstofa sem hefur gert sérsniðinn klæðskerasaumaðan vinnufatnað fyrir fjölbreyttan kúnnahóp síðan árið 2013. Við höfum skapað fyrirtækjum sérstæð, falleg, samtímaleg og veigagóð klæði og notumst við skilning okkar á hagnýtri hönnun, klæðaskurði og gæða efnum.

Við búum yfir margra ára reynslu af tísku og fatahönnun og munum vinna með þér til að ímynd fyrirtækisins og sérkenni komist til skila til viðskiptavina og starfsmanna. Við hönnum einkennisklæðnað fyrir hótel, veitingastaði, kaffihús, bari, herbergisþjónustufólk, heilsuræktir, smásölur, flugþjónustu, og alls kyns fyrirtæki .

HANNAÐ-SNIÐIÐ-AFHENT

HANNAÐ FYRIR ÞIG

Hönnunarstofa okkar hefur skilað af sér miklu magni sérvalinna flíka í gegnum tíðina sem eru bæði nýtískulegar og þægilegar. Við fyllumst andagift íslenskra fyrirtækja og með þeirra ímynd og séreinkenni að leiðarljósi sköpum við og sérhönnum vinnufatnað.  Nýja netverslunin okkar býður einnig upp á boli, peysur, skyrtur, kjóla, svuntur, húfur, buxur, og pils úr endingargóðum og fallegum efnum líkt og bómull, ull, ullarblöndu og modal. Við fögnum fallegum vinnuklæðnaði.

Hvert fyrirtæki hefur ímynd – og klæðaburður starfsmanna er mikilvægur hluti af þeirri ímynd. Hönnun Skyrtu mun vekja jákvæð og langvarandi viðbrögð meðal viðskiptavina þinna. Hönnun Skyrtu á einkennisbúningum hefur aðstoðað mörg fyrirtæki við að kalla fram fagmannlegt yfirbragð á meðal starfsmanna sinna; að miðla vörumerki fyrirtækisins á áhrifaríkari hátt; að bæta starfsánægju meðal starfsmanna – og allt þetta á samkeppnishæfum kjörum.

NÝTT! ÞÍN HÖNNUN Á OKKAR FATNAÐI

Veldu flíkur á frábæru verði í netheildversluninni okkar fyrir þitt fyrirtæki. Sendu okkur myndir, grafík eða logo og við munum sjá um áprentun á flíkurnar í samvinnu við framleiðslufyrirtæki í Los Angeles sem sérhæfir sig í áprentunum.

Frábær valmöguleiki fyrir endursöluaðila, þitt vörumerki á þínum sérhönnuðu flíkum.

Vantar þig aðstoð við hönnunina? Við viljum endilega heyra frá þér og veita þér aðstoð.

Viðskiptavinir okkar

SÖGUR

“Löngu tímabær þjónusta og frábært úrval af efni og munstrum sem ekki hafa sést hér á landi áður”

Alba Hough, Hilton Canopy

Really good service and really high quality shirts! I had a bulk order of customs shirts made with my own fabric and they turned out perfect, even the patterns on the fabric were matched up beautifully. They were very helpful with making sure I had the right details in the shirt pattern and buttons and everything. Super happy with the final products!

Isobel Grad, Independent designer, Iceland

Okkar vandamál var alltaf að finna fyrirtæki með góða framleiðslu og á sama tíma fólk sem þekkir og skilur vandamálin sem koma upp þegar kemur að því að velja fatnað fyrir starfsfólkið. En við fundum ykkur loksins. Fljótgert og skilað á tíma. Góð þjónusta í hæsta gæðaflokki með góð verð.  

BJÖRN Csaba Erdei, Property Manager, Þrastalundur

Ljómandi góðir og fallegir bolir.

Finnur Bjarki, Suður Súkkulaði

BLOGGIÐ OKKAR

Vinnufatnaður í netverslun - Nýstárleg og einföld leið

Vinnufatnaður í netverslun - Nýstárleg og einföld leið

Nú þar sem tölvuöldin er viðblasandi og fyrirtækjarekendur skyggnast meir og meir á netheima eftir bestu og hagstæðustu leiðunum til að verða sér ú...
Það sem þarf að vita við val á einkennisfatnaði

Það sem þarf að vita við val á einkennisfatnaði

Að þessu sinni munum við fræðast um val á vinnufatnaði, hvað er nauðsynlegt að hafa í huga og hvar hætturnar leynast.
3 Par Kerfi

3 Par Kerfi

Við vörpum ljósi á ráð fyrir hótel og veitingastaði til að nýta vinnufatnaðarfjárfestingu sína til hiðs ýtrasta.